Stuttan spöl
Á feiknalegum hraða æfin brunar burt frá mér,
ég blessa það að hafa fengið ögn að kynnast þér.
Er geng ég yfir fjöllin flögrar um minn huga mynd,
hve fögur þú varst, yndisleg, í hjarta göfuglynd.
Það gleður mig að hafa dvalið götu þína við,
og geta fáein augnablikin verið þér við hlið.
Að loknum mörgum degi þegar einn ég aftur sný,
þá upprifjast það fyrir mér hve þú varst góð og hlý.
Er sigli ég út á fjörðinn, finn ég hjá mér heita þrá,
að fá þig kannski einhvern tímann brosandi að sjá.
Og hvernig sem að gengur lífið, gæfa eða böl,
þá gleðst ég yfir því að hafa fylgt þér stuttan spöl.
Og þó á lífsins götum reynist víða veðragnýr,
ég vona það að saga þín sé gleði og ævintýr.

SkÁ  
Skarphéðinn Ásbjörnsson
1961 - ...


Ljóð eftir Skarphéðinn Ásbjörnsson

Haustblær
Sléttubönd 1
Sléttubönd 2
Sléttubönd 3
Sléttubönd 4
Sléttubönd 5
Tindastóll
Heiðin
Vor
Jólanótt
Nótt
Vinamál
Stuttan spöl