

Máninn er fullur, í mystrinu læðist
magnaðri skímu inn um gluggana slær
Þá við hið óþekkta hugurinn hræðist
er heiðina þekur hinn fölgræni blær
Þá er ei boðlegt að vera á vappi
varasamt mun, þegar tunglfyllir er.
Í byggð heim að komast, hrósa má happi
hver halur sem gangandi um heiðina fer.
Á ískalda hjarnið nú styrnir í styllu
stjörnurnar gægjast bak þokunnar skaut.
Farmaður heimþráður veigrar í villu
vegalaus þekkir ei heiðinnar braut.
magnaðri skímu inn um gluggana slær
Þá við hið óþekkta hugurinn hræðist
er heiðina þekur hinn fölgræni blær
Þá er ei boðlegt að vera á vappi
varasamt mun, þegar tunglfyllir er.
Í byggð heim að komast, hrósa má happi
hver halur sem gangandi um heiðina fer.
Á ískalda hjarnið nú styrnir í styllu
stjörnurnar gægjast bak þokunnar skaut.
Farmaður heimþráður veigrar í villu
vegalaus þekkir ei heiðinnar braut.