Björtu ljósin
Björtu ljósin skína í gegnum mig
eins og ég sé ekki þarna,
bara draugur hversdagsleikans
sem hverfur úr huga þínum innan skamms.

Ég er þreytt, langar að sofa alltaf.
Samt held ég áfram að segja
\"Gjörðu svo vel og góða skemmtun\"
með bros á vör.

Þú ert með hnút í maganum.
Þú rakst 3 manneskjur í dag
en ferð samt út með konunni
eins og ekkert hafi gerst.

Björtu ljósin skína í gegnum þig
eins og þú sért ekki þarna,
bara draugur hversdagsleikans
sem hverfur úr huga mínum innan skamms.  
Dagný L.
1987 - ...


Ljóð eftir Dagnýju

Daginn eftir
Brotið glas
janúarkvöld
Íslendingurinn
Kínversk stelpa
Tónlistarfullnæging
Appelsína
Svefnenglar
Gullni meðalvegurinn
Öll þessi fölsku viðmið
Í dag
06:07
Þú spurðir
Íspinninn
Björtu ljósin
Fyrstu orð barnsins míns
Hörku ást