Mamma
Hún er sú sem fæðir mig
Hún er sú sem klæðir mig
Hún er sú sem ég elska mest
Hún er sú sem grætur með mér
Hún er sú sem hlær með mér
Hún er sú sem kyssir á bágtið
Hún er sú sem kúrir með mér
Hún er sú sem eldar besta matinn
Hún er sú sem þrífur húsið
Hún er sú sem kyssir pabba minn
Hún er sú sem reddar öllu
Hún er sú sem hugsar um alla
Hún er sú sem þerrar tárin
Hún er sú sem brýtur saman þvottinn
Hún er sú sem vaskar upp
Hún er sú sem bakar
Hún er sú sem ryksugar
Hún er sú sem býr um rúmin
Hún er sú sem les fyrir mig á kvöldin
Hún er sú sem syngur fyrir mig
Hún er sú sem verndar mig fyrir illu
Hún er sú sem skutlar mér út um allt
Hún er sú sem verslar í matinn
Hún er sú sem mælir hitann
Hún er sú sem hlustar á mig
Hún er sú sem ég treysti best
Hún er sú sem getur allt
Hún er sú sem gerir allt
Hún er elsku besta mamman mín
 
Ninna
1985 - ...


Ljóð eftir Ninnu

Þú og ég
Sálin talar
Einskis virði
Síðasti andardrátturinn
Ást okkar beggja
Við - líking
Norðurljós
Stjörnur
Lífsins bók
Annar staður
gerum það sem ekki má
Mamma
Hann...
Hinn eini rétti