Hinn eini rétti
Hann er sá sem að veitir mér hlýju
fær mig til þess að elska að nýju
Faðmar mig að sér og hvíslar í eyra
og stríðir mér svo að mig langar í meira.

Hann gefur af sér og hlustar á mig
er ekki einn af þeim sem hugsa bara um sig
Ég veit ég get treyst honum alveg til enda
hann mun vernda mig sama hvað mun henda.

Þegar hann er nærri lýsist upp allt
og skyndilega mér er ei lengur kalt
Því nærvera hans er sem sólin um vetur
Hann veit allt, kann allt, já allt hann getur.

Á kvöldin við kúrum og hvors annars njótum
kannski í bíltúr og ísbúð við skjótumst
Göngum um dali, sveitir og vegi
Gerum flest saman, á nóttu sem degi.

Hann er sá sem ég vil eldast með
eignast börn, hús og jafnvel lítið blómabeð
Því hann er sá sem mig algjörlega skilur
Út í eitt, þar til dauðinn aðskilur  
Ninna
1985 - ...
Bara eitthvað sem spratt uppúr mér eitt kvöldið.. er ekki um neinn sérstakan... ekki enn allavega ;)


Ljóð eftir Ninnu

Þú og ég
Sálin talar
Einskis virði
Síðasti andardrátturinn
Ást okkar beggja
Við - líking
Norðurljós
Stjörnur
Lífsins bók
Annar staður
gerum það sem ekki má
Mamma
Hann...
Hinn eini rétti