Ungfrú Framtíð
En ég get alveg lifað án þín
ég hef gert það hingað til
það gæti samt breyst

Áttu nokkuð dagbók Ungfrú Framtíðar?
Nei ég hélt ekki

Annars gæti ég spurt þig um náttúruhamfarirnar
sem hrella mig
oftast á nóttunni
og stundum á daginn
en bara þegar ég er nálægt þér

Við þurfum að skrifa hana saman
með eða án hamfara.
Hvað áttu margar blaðsíður?
 
María Magnúsdóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Maríu Magnúsdóttur

Öldurnar
Kaldhæðni
Ungfrú Framtíð
Hættu
Tilfinningarnar
Grár himinn
Hann
Klósett-iða-hring-iða
Örmagna
Ein
Brosið þitt
Vetrarbæn
Lítið bænastef
Kröfur á íslenskan karlmann
barki látúns án tjúns
Feita barnið
Óvæginn hégómi
Landinn
Stór orð
Hárbeitt ævintýri
Lygi
Fortjaldið
Nornaseyði
Frímerki
Jólagjöf alþingis
Afturhald
Leikur
Sérðu þær ekki?
Ljós og skuggar
Get ekki meir
Angur