Feita barnið
Feita barnið
er miklu feitara
í eigin augum
en allra annarra

Feita barnið
fær að heyra
um líkamsástand sitt
á hverjum degi

Feita barnið
veit ekki
að börn eru grimm
og vita ekki betur

Feita barnið
fer í megrun
og segir stíð á hendur
sálrænum vandamálum

Feita barnið
verður fullorðið
og sér öll hin börnin
orðin fullorðin og feit  
María Magnúsdóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Maríu Magnúsdóttur

Öldurnar
Kaldhæðni
Ungfrú Framtíð
Hættu
Tilfinningarnar
Grár himinn
Hann
Klósett-iða-hring-iða
Örmagna
Ein
Brosið þitt
Vetrarbæn
Lítið bænastef
Kröfur á íslenskan karlmann
barki látúns án tjúns
Feita barnið
Óvæginn hégómi
Landinn
Stór orð
Hárbeitt ævintýri
Lygi
Fortjaldið
Nornaseyði
Frímerki
Jólagjöf alþingis
Afturhald
Leikur
Sérðu þær ekki?
Ljós og skuggar
Get ekki meir
Angur