Tilfinningarnar
Gref gröf
næ samt bara ekki
að grafa nógu djúpt
inn í sjálfa mig
til að finna...

hvar eru tilfinningarnar?
er þetta ekki rétti staðurinn
ég gróf þær hér fyrir mörgum árum

þær ákváðu örugglega að grafa sig út
synda í burtu
og stofna eigið ríki á lítilli eyju

þær eru sterkar
munu lifa þetta af
þangað til ég finn þær aftur  
María Magnúsdóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Maríu Magnúsdóttur

Öldurnar
Kaldhæðni
Ungfrú Framtíð
Hættu
Tilfinningarnar
Grár himinn
Hann
Klósett-iða-hring-iða
Örmagna
Ein
Brosið þitt
Vetrarbæn
Lítið bænastef
Kröfur á íslenskan karlmann
barki látúns án tjúns
Feita barnið
Óvæginn hégómi
Landinn
Stór orð
Hárbeitt ævintýri
Lygi
Fortjaldið
Nornaseyði
Frímerki
Jólagjöf alþingis
Afturhald
Leikur
Sérðu þær ekki?
Ljós og skuggar
Get ekki meir
Angur