Lítið bænastef
Þunga byrði ber
lítið ágengt er
get ei gengið
áfram lengi
mikið þyngir mér

Sendu englaher
Guð að bjarga mér
heyr mig kalla
hrópa, gjalla
upp í himinhvel

Guð ég treysti þér
alla mig þér fel
Frið að færa,
endurnæra
lítið hugarþel

Hvíslar því að mér
að byrði mína ber
Lofgjörð tæra
þér vil færa
uns til þín ég fer
 
María Magnúsdóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Maríu Magnúsdóttur

Öldurnar
Kaldhæðni
Ungfrú Framtíð
Hættu
Tilfinningarnar
Grár himinn
Hann
Klósett-iða-hring-iða
Örmagna
Ein
Brosið þitt
Vetrarbæn
Lítið bænastef
Kröfur á íslenskan karlmann
barki látúns án tjúns
Feita barnið
Óvæginn hégómi
Landinn
Stór orð
Hárbeitt ævintýri
Lygi
Fortjaldið
Nornaseyði
Frímerki
Jólagjöf alþingis
Afturhald
Leikur
Sérðu þær ekki?
Ljós og skuggar
Get ekki meir
Angur