Örmagna
Heyrðir þú vindinn hvísla
um allt sem ekki var orðið
um storminn sem myndi geysa
aðeins á milli okkar tveggja

Heyrðir þú þegar rigningin
grét í óstöðvandi ekka
eftir að óveðrið lægði
aðeins á milli okkar tveggja

Örmagna ég leita á náðir nætur
svikin og sár fellt hef hvert einasta tár
Myrkrið hylur og vermir meðan haustnóttin grætur
á koddann legg mitt höfuð og regnvota hár

Morgunbirtan huggar og vermir
breyðir yfir dynmjúka sæng
Höfgin líður hjá og ég opna augun
sé lítinn engil sem flýgur hljóðlega burt

Heyrðir þú allt sem við ortum
sem olli því að eitthvað brast
og klauf í stormi dal okkar tveggja
stórfljót skilur okkur nú að

 
María Magnúsdóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Maríu Magnúsdóttur

Öldurnar
Kaldhæðni
Ungfrú Framtíð
Hættu
Tilfinningarnar
Grár himinn
Hann
Klósett-iða-hring-iða
Örmagna
Ein
Brosið þitt
Vetrarbæn
Lítið bænastef
Kröfur á íslenskan karlmann
barki látúns án tjúns
Feita barnið
Óvæginn hégómi
Landinn
Stór orð
Hárbeitt ævintýri
Lygi
Fortjaldið
Nornaseyði
Frímerki
Jólagjöf alþingis
Afturhald
Leikur
Sérðu þær ekki?
Ljós og skuggar
Get ekki meir
Angur