Hann
Mín veröld er umlukin draumkenndri móðu
myndir sem hljóðlega líða mér hjá
heimurinn breyttist á haustkvöldi rjóðu
huga minn allan þú fangaðir þá

Allt það þú vekur er sál mína vantar
um vornætur dreymi\' er þú dvelur hjá mér
dularfull vötn og dimmúðga skóga
djúpin ég þrái að kanna með þér

Er augu þín líta mig ólgar mitt hjarta
undurblár ljómi stafar þeim frá
en fegurst er þó brosið þitt bjarta
brast eitthvað innra er fyrst ég það sá

Hárið þitt dökka og bakið þitt breiða
heilla, ég fæ vart litið þér af
röddin svo djúp, þínar varir mig seiða
stela ég þrái\' einum kossi þar af

Mín veröld er umlukin draumkenndri móðu
myndir sem hljóðlega liðu mér hjá
um okkur og allt sem hefði\' getað orðið
engri ég náði, þú hvarfst mér frá  
María Magnúsdóttir
1984 - ...
Þetta ljóð samdi ég í október 2004.


Ljóð eftir Maríu Magnúsdóttur

Öldurnar
Kaldhæðni
Ungfrú Framtíð
Hættu
Tilfinningarnar
Grár himinn
Hann
Klósett-iða-hring-iða
Örmagna
Ein
Brosið þitt
Vetrarbæn
Lítið bænastef
Kröfur á íslenskan karlmann
barki látúns án tjúns
Feita barnið
Óvæginn hégómi
Landinn
Stór orð
Hárbeitt ævintýri
Lygi
Fortjaldið
Nornaseyði
Frímerki
Jólagjöf alþingis
Afturhald
Leikur
Sérðu þær ekki?
Ljós og skuggar
Get ekki meir
Angur