Stundin.
Undarlega stund
lifir nú í lófa mér,
hljóð með mikla lund
en aldrei aftur.

Önnur stund
var áðan hér,
seiðandi alda
seitlaði milli fingra mér.

Sérhver stund
stundum lág og líka há,
sífellt hraðar
líður alltaf hjá

Ávallt dýrmæt
en líka gleymd,
því önnur er komin,
fyrir þá sem var reynd.

Stríðar stundir,
í tímas harða nið,
hafa hrundið lífinu
í gegnum mig.

Hafðu ráð
krepptu hnefann,
haltu nú,
í augnabliki sáð.











 
Sigurbjörn Svavarsson
1949 - ...


Ljóð eftir Sigurbjörn Svavarsson

Barnið (Að horfa á börnin lítil.)
Dögun.
Lífsdans.
Hugurinn
Móðir jörð.
SÁL
Stjörnur og menn.
Stundin.
TÍÐIR
Systur
Strá
Framundan
Bak við sól og sunnan mána.
Sköpun
Ungur
Maður sem dó. (Í minningu Kristjáns)
G(r)áta
Hundurinn Bjartur.
Framtíðarland?
Leiðin okkar.
Blessun húss
Máninn
Sumarið