TÍÐIR
Fortíð,
örlaganna veg vefur
í mál, hug, hönd,
gönguna hefur.
Nútíð,
reirð gömlum böndum,
bindst á ný,
nýjum löndum.
Framtíð,
gyrt viljans mætti,
bregður sverði á
slitna þætti.
örlaganna veg vefur
í mál, hug, hönd,
gönguna hefur.
Nútíð,
reirð gömlum böndum,
bindst á ný,
nýjum löndum.
Framtíð,
gyrt viljans mætti,
bregður sverði á
slitna þætti.