Systur
Heimska og fáviska
eru stjúpur
þær byggja múra
og byrgja sýn
eflast saman
og afla vina

Viska og þekking
eru systur
þær brjóta múra
og opna sýn
ganga saman
liðsfáar

Vaknar þekking
og viskan há
er hugur og vit
fella saman
hönd og verk
 
Sigurbjörn Svavarsson
1949 - ...


Ljóð eftir Sigurbjörn Svavarsson

Barnið (Að horfa á börnin lítil.)
Dögun.
Lífsdans.
Hugurinn
Móðir jörð.
SÁL
Stjörnur og menn.
Stundin.
TÍÐIR
Systur
Strá
Framundan
Bak við sól og sunnan mána.
Sköpun
Ungur
Maður sem dó. (Í minningu Kristjáns)
G(r)áta
Hundurinn Bjartur.
Framtíðarland?
Leiðin okkar.
Blessun húss
Máninn
Sumarið