G(r)áta
Lífið færir mér,
örlítið nær þér,
þegar ég finn,
þann vilja þinn,
sem fegurð ljær,
- og fullkomnun nær.

Leggur lífsins kvöð,
í tilviljun og röð,
við teigum þann mjöð.
Brestir lífsins og boðaföll,
frá mönnum berast harmaköll,
- óma þungt í jarðarhöll.

En viljinn upphefur þann,
sem stefnir í betri mann,
vindinn sveigir í mátt,
og takmarkið í sömu átt,
brýtur verk, lýkur mynd,
byggir aftur, - sömu synd ?
 
Sigurbjörn Svavarsson
1949 - ...


Ljóð eftir Sigurbjörn Svavarsson

Barnið (Að horfa á börnin lítil.)
Dögun.
Lífsdans.
Hugurinn
Móðir jörð.
SÁL
Stjörnur og menn.
Stundin.
TÍÐIR
Systur
Strá
Framundan
Bak við sól og sunnan mána.
Sköpun
Ungur
Maður sem dó. (Í minningu Kristjáns)
G(r)áta
Hundurinn Bjartur.
Framtíðarland?
Leiðin okkar.
Blessun húss
Máninn
Sumarið