G(r)áta
Lífið færir mér,
örlítið nær þér,
þegar ég finn,
þann vilja þinn,
sem fegurð ljær,
- og fullkomnun nær.
Leggur lífsins kvöð,
í tilviljun og röð,
við teigum þann mjöð.
Brestir lífsins og boðaföll,
frá mönnum berast harmaköll,
- óma þungt í jarðarhöll.
En viljinn upphefur þann,
sem stefnir í betri mann,
vindinn sveigir í mátt,
og takmarkið í sömu átt,
brýtur verk, lýkur mynd,
byggir aftur, - sömu synd ?
örlítið nær þér,
þegar ég finn,
þann vilja þinn,
sem fegurð ljær,
- og fullkomnun nær.
Leggur lífsins kvöð,
í tilviljun og röð,
við teigum þann mjöð.
Brestir lífsins og boðaföll,
frá mönnum berast harmaköll,
- óma þungt í jarðarhöll.
En viljinn upphefur þann,
sem stefnir í betri mann,
vindinn sveigir í mátt,
og takmarkið í sömu átt,
brýtur verk, lýkur mynd,
byggir aftur, - sömu synd ?