Ömurlegt
Ég kroppa úr augunum gulgrænar stýrurnar
og sting þeim uppí mig hugsunarlaust
salt bragð
vekur upp hungur
þarf að næra mig betur

Kroppa í miðnesið ómeðvitað
finn að eitthvað hefur farið fram hjá mér
harðnaður köggull
vekur upp hungur
þarf að næra mig betur

Líkþorn og harðnað skinn
sem hringar sig um táneglurnar
plagar mig með sprungum
plokka í og vekur upp hungur
ég þarf að næra mig betur




 
Magnum
1972 - ...


Ljóð eftir Magnum

Landið mitt Ísland
Rós
Í dag kom haustið
Bla um ble frá ble til bles
Kennaraverkfall 2004
Stund
Jólastjarfinn
Til dóttur minnar
Ljósageislar
Sonur minn Demantur
Þunglyndisvísur
Sætar eru syndirnar
Allt er vont úr vesturheimi
Ömurlegt
Andfýla
Tópas fyrir svefninn