Garðurinn

Allt er svo grænt
Friðsælt

Ég geng að girðingunni
Hún er brún og trausvekjandi
Ég opna hliðið
Og geng inn

Ég dansa um í hvítum kjól
Hárið sveiflast um axlir mínar
Ég er berfætt
Frjáls

Ég sé stórt tré
Tignarlegt með græn lauf
Ræturnar stórar og margar
Öryggi

Ég klifra upp í tréið
Sit þar á grein einni
Les bók og hlusta á fuglana
Friðsælt

Ég sé læk
Tæran og fallegan
Ég hlusta á lækinn
Og sé litla fiska

Ég geng yfir brúnna
Og sé stórt fjall
Það er svart
Með grjóti

Ég fer í gönguskó
Tek teppið mitt með
og tónlist
og legg af stað

leiðin upp er erfið
ég þarf að reyna á mig
en mér skal takast þetta
ég held áfram


inn á milli grjótsins sé ég blóm
lítil sæt fjólublá blóm
ég tek eitt set hárið í hnút
og blómið í hárið

ég kemst á toppinn
breiði teppið á jörðina
uppi er grænt
ég ligg og hlusta á tónlist

himininn er blár og fallegur
skýin fara rólega áfram
sólin skín
hvíld

ég legg af stað niður
leiðin er léttari
ég næstum hleyp
loksins kem ég niður á grænt grasið

ég tek af mér skónna
fer að læknum
læt fæturnar í hann
og labba yfir

hjá tréinu er lítil tjörn
vatnaliljur og froskar
ég fer í fótabað
en stíng mér svo allri oní

tjörnin er hrein
ég hrífst af hreinleikanum
og reyni að tileinka mér hann
þegar ég fer upp úr skil ég allt það svarta eftir

ég leggst á teppið
hjá tréinu
fuglarnir syngja
og sólin þurrkar mig

ég stend upp
fer í áttina að hliðinu
opna það, þakka garðinum fyrir
og fer út

ég horfi enn einu sinni á garðinn
og fer svo heim á leið
ég kem hingað aftur
bráðlega!

Rannveig Iðunn 10.apríl 2006
 
Rannveig Iðunn
1987 - ...


Ljóð eftir Rannveigu Iðunni

Garðurinn
Sumarið
A life with you
Locked inside
A life without hope is not a life at all
My imaginary world
Spurningamerki
You let me down
My dream is lost
Alone in the dark
Many kinds of me!
I’m in jail
Going away
Death
Alone
Mystery
Kraftaverk
Litla barn
Emma Rós
Svart hjarta
Síðustu andartökin
Verndarengill
Uppgjöf
Fly Away
Guardian Angel
Takk fyrir
Anxiety vs. happiness
Enginn titill
Dimmar nætur
Afi