Emma Rós
Þú komst í heiminn
Með ást og von
Von fyrir mömmu um betri tíma
Ný ást, svo sterk, betri en allt
Þvílíkur hamingjustraumur fer um mig
er ég held þér í örmum mér
Án þín væri lífið ekki eins fallegt og gott
Án þín væri ég ekki eins hamingjusöm

Í augum þínum speglast traust
Þitt litla hjarta treystir á mömmu sína
treystir því að mamma geri allt
til þess að vernda þig
og gera heiminn betri
Litli engillinn með rauða hárið
Fallega prinsessan hennar mömmu sinnar
Litla Emma Rós með björtu augun
Með tæra og saklausa hjartað
Ástin í lífi mömmu sinnar

Takk fyrir að koma í þennan heim
Og gera hann enn betri

Tileinkað Emmu Rós og Ingibjörgu Lilju

19. okt 2006  
Rannveig Iðunn
1987 - ...


Ljóð eftir Rannveigu Iðunni

Garðurinn
Sumarið
A life with you
Locked inside
A life without hope is not a life at all
My imaginary world
Spurningamerki
You let me down
My dream is lost
Alone in the dark
Many kinds of me!
I’m in jail
Going away
Death
Alone
Mystery
Kraftaverk
Litla barn
Emma Rós
Svart hjarta
Síðustu andartökin
Verndarengill
Uppgjöf
Fly Away
Guardian Angel
Takk fyrir
Anxiety vs. happiness
Enginn titill
Dimmar nætur
Afi