23:59 að eilífu amen
Ég vildi að glóð, eldur og brennisteinn
myndu taka sig til og
brenna gat á hjartað á þér!
Rauðir blóðkekkir myndu stífla vaskinn hjá þér
svo þú myndir þorna í munninum
bara við tilhugsunina um mig.
Ég vildi að hnífarnir í eldhúsinu þínu
myndu gera árás á þig og skera af þér andlitið!...
svo liljurnar í tjörninni gætu dást að því..
liggjandi á grasflötinni að eilífu!
Ég vildi að hellurnar fyrir utan húsið þitt
myndu ákveða að mynda djúpa holu í sér
sem þú myndir að lokum falla í og fótbrotna! ..
Og ég væri sú eina sem gæti bjargað þér.
Þá myndir þú loksins sjá
mig! ..
koma þeysandi
á hvítum hesti
í glerskónum mínum.
Köttur úti í mýri - setti upp á sér stýri ..
-og úti er ævintýri.
 
Rapunzel
1985 - ...


Ljóð eftir Rapunzel

Heimurinn og ég
Everlasting love
23:59 að eilífu amen
Draumur um þig
Minn hinnsti dans
Ágústminning
1+1=1
Í sæluríki
Blekking bjórsins
Redemption from a pink cloud
Bara blátt
Kanntu að leika?
Mr. Höstler
Farið á vit ævintýranna
Bláa lónið