Kanntu að leika?
Hver skal vera sáttur við sitt
að góðum og gömlum sið.
Við lærum af því sem fáum
og það hefur oft sannað sig.
Eins og klukkur enn tifa
út um stræti og torg,
ástin sá um að það skeði
-að ég fór á pöbbarölt.

Einu sinni var allt þitt mitt
en seinna fór ég úr lið.
Ég féll þá af stalli háum,
því ég elskaði bara þig.
Ég leyfi mér að skrifa
-niður mín eymdarorg
Svo ég blandi við fólk geði
og hætti að vera hölt.

Lífshlaupið oft er mjög erfitt,
þess vegna lifum ört við.
Við lifum því að við elskum,
-ég elska núna líka mig.
Að elska er að lifa
í gleði og í sorg.
Án sorgar er engin gleði,
-án gleði er ástin völt.
 
Rapunzel
1985 - ...


Ljóð eftir Rapunzel

Heimurinn og ég
Everlasting love
23:59 að eilífu amen
Draumur um þig
Minn hinnsti dans
Ágústminning
1+1=1
Í sæluríki
Blekking bjórsins
Redemption from a pink cloud
Bara blátt
Kanntu að leika?
Mr. Höstler
Farið á vit ævintýranna
Bláa lónið