Draumur um þig
1.
Ef ég væri sautján
-þá væri ég með þér.
Eða kannski átján
-kraumar inni í mér.
En ég er semsé kona
þó stelpuleg sé.
Og verð eflaust að vona
að ekkert fari að ske.

2.
En þú ert samt svo sætur
-sykursætur - hlýr
Að stundum virðist þú ætur
-samt aðeins of dýr.
Ef þig ég myndi kaupa
-það yrði dýru verði selt.
Mikið fengi að staupa
-samt fátt yrði melt.

3.
Ég dýrka þig svo mikið
-og djöfull er það leitt
Að hafa ei fyrir vikið
-hjarta mitt þér veitt.
Því þú gast ei beðið
-beðið eftir mér.
Og ég fékk það í opið geðið
-hið gamla geð á mér.

4.
Og núna ertu með henni
-nafnið ég ekki veit.
Gellunni sem um allt ég kenni
-en greinilega er hún heit.
Því þú vilt bara hana
-hana en ekki mig.
Kannski fer ég bara til Ghana
-og græt þar í friði- þig.

5.
Þar ástarljóð ég syngi
-og semdi fyrir þig
-í hvítu og grænu lyngi
að hugsa um þig og mig.
Í ljóðunum væri ég sautján
-sætust og best fyrir þér.
Og þú værir kannski átján
-og án efa vildir vera með mér.

6.
Ef ég væri sautján
-væri ég kannski með þér.
Og losnaði undan þeirri áþján
-sem árin setja hér.
Ástin spyr ekki um aldur
-sagði gamall spekingur mér.
En það getur samt enginn galdur
-gefið mér þig frá þér.

 
Rapunzel
1985 - ...


Ljóð eftir Rapunzel

Heimurinn og ég
Everlasting love
23:59 að eilífu amen
Draumur um þig
Minn hinnsti dans
Ágústminning
1+1=1
Í sæluríki
Blekking bjórsins
Redemption from a pink cloud
Bara blátt
Kanntu að leika?
Mr. Höstler
Farið á vit ævintýranna
Bláa lónið