Farið á vit ævintýranna
Fjarlægir draumar
á faraldsfæti.
Formfastar skoðanir
að faðma hvor aðra.
Freðin hjörtu
í feluleik.
Eftir fáeina daga
-allt farið.
Fiðringur í maga
og fífldirfska.
Fyrirgefðu mér
ef ég flýg til þín.
Því ég fíla ekki
Þennan feluleik
lengur.
 
Rapunzel
1985 - ...


Ljóð eftir Rapunzel

Heimurinn og ég
Everlasting love
23:59 að eilífu amen
Draumur um þig
Minn hinnsti dans
Ágústminning
1+1=1
Í sæluríki
Blekking bjórsins
Redemption from a pink cloud
Bara blátt
Kanntu að leika?
Mr. Höstler
Farið á vit ævintýranna
Bláa lónið