Pirr
Skildu betur,
gerðu betur,
úti ríkir dimmur vetur.
Uppúr hel hugsanir kaldar
skríða og segja að tilfinningar kvaldar
betur séu færðar í letur.
Bullar í pirruðum taugum,
gín við sárþreyttum augum
svart á hvítu að ég er api.
Því margniðurskorinni
og veltri upp úr forinni,
vitglóru ég held ég tapi.
gerðu betur,
úti ríkir dimmur vetur.
Uppúr hel hugsanir kaldar
skríða og segja að tilfinningar kvaldar
betur séu færðar í letur.
Bullar í pirruðum taugum,
gín við sárþreyttum augum
svart á hvítu að ég er api.
Því margniðurskorinni
og veltri upp úr forinni,
vitglóru ég held ég tapi.