Ekkert
Það var einu sinni uppspretta sem
úr streymdi ilmandi Ekkert.
svo fíngert og hrífandi,
svo einstakt.

Þúsund augu fylgdust með Engu,
agndofa af aðdáun á nýstárleikanum,
þau höfðu aldrei séð Neitt þessu líkt.

Ekki neitt óx og óx
og mátturinn og dýrðin máttu sín lítils,
blindandi ljómi skyggði á allt sem var
þar til enginn sá lengur Neitt sem
varð að engu.
 
Jóhanna Helga Hafsteinsdóttir
1976 - 2006


Ljóð eftir Jóhönnu Helgu Hafsteinsdóttur

Sumarnótt
Brot úr bláu sumri
Pirr
Nútímakona
Ekkert
Taugaveiklun
Andvaka
Fyrirgefning syndanna
í hlíðinni
Skilafrestur útrunninn
Hissa
Skref
Tvær sautján ára smástelpur
Fórnin