

Þögulla en mig minnti,
herbergið sofnaði víst rétt á eftir mér.
Veit það vaknar um leið og þú.
Ég vaknaði við hávaðann,
í draumnum mínum.
Heyrðiru hann líka?
Ætlaði ekki að vekja þig,
heldur einungis leyfa augnaráðinu
að leika um þig.
Strýk lausu hendinni yfir hárið á þér.
Fel hina hendina
sem heldur ennþá í drauminn.
Ef ég byði þér,
skyldiru vilja hann líka?
herbergið sofnaði víst rétt á eftir mér.
Veit það vaknar um leið og þú.
Ég vaknaði við hávaðann,
í draumnum mínum.
Heyrðiru hann líka?
Ætlaði ekki að vekja þig,
heldur einungis leyfa augnaráðinu
að leika um þig.
Strýk lausu hendinni yfir hárið á þér.
Fel hina hendina
sem heldur ennþá í drauminn.
Ef ég byði þér,
skyldiru vilja hann líka?