Hundurinn Bjartur.
Bjartur, vitri hundur,
sveigir hvern að sínum þörfum.
Stórum blíðum eða pírðum augum
lýtum við honum strax.

Hann var lítill hvolpur,
og stjórnaði öllu.
Konan sem vildi engan hund,
ella gengi hún úr húsi,
varð þræll hans, börnin leikföng hans.

Nú er hann tíu ára að okkar tali,
en læknirinn segir að hann sjötugan,
og eigi kannski mörg ár eftir.
Börnin farin og við þrælar hans.

Við keyptum hann hvolp og skýrðum hann Bjart,
og allir ástfangnir af þessu íslenska hundi.
Hann á trúnað allra, sem ekki trúa öðrum fyrir raunum sínum.

Hann Bjartur er gúrúinn minn.
Hann hefur kennt okkur mikið,
bara með því að gelta.
Hver getur það nema mikill meistari?
Ég dái hundinn minn Bjart.

(Í mai 2007 var Bjartur brenndur)  
Sigurbjörn Svavarsson
1949 - ...


Ljóð eftir Sigurbjörn Svavarsson

Barnið (Að horfa á börnin lítil.)
Dögun.
Lífsdans.
Hugurinn
Móðir jörð.
SÁL
Stjörnur og menn.
Stundin.
TÍÐIR
Systur
Strá
Framundan
Bak við sól og sunnan mána.
Sköpun
Ungur
Maður sem dó. (Í minningu Kristjáns)
G(r)áta
Hundurinn Bjartur.
Framtíðarland?
Leiðin okkar.
Blessun húss
Máninn
Sumarið