Tilgangurinn?
... síðan börðust þeir,
aflvana, og óvinir
jafnt sem vinir
féllu í valinn.
allt fyrir ekki neitt.
tilgangurinn var enginn.
þegar allir nema fáir
voru fallnir,
sátu sárir og bitrir
ekkert var grætt
allt þetta átak
fór forgörðum.

í raun og veru
var ágóðinn
biturleiki, sorg
og þá fékkstu
sannleikann,
ekkert er þess virði
að berjast fyrir.  
Sigurður
1988 - ...


Ljóð eftir Sigurð

Blómið sem óx
Afrek guðanna
...Friður...
Ótitlað
Ótitlað 2
Tilfinngum og heimsku lýst í nokkrum vel völdum orðum.
misskilningur
ótitlað númer eitthvað.
Tilgangurinn?
Ung og ódrepandi.
Númer ekki lengur í notkun, reynið síðar.
Þrá.
Ólíklegar aðstæður við enda heims númer 4
Með jólakveðju.
Ást - Heróín
Sigur eins manns.
Ek vil út (úr siðmenningunni)
Öskur í hljóði.