Nótt í Kaíró
Svartir borgarmúrar
—eldur á himni
öskrandi þögnin
glymur í næturkyrrðinni.
Ég stend við varðeldinn
og horfi
á hendi Guðs
tendra eld í miðju
hinnar miklu borgar.
Titrandi stjarfur
stend ég og horfi
á borgarmúrana brenna
sem staðið hafa
í þúsundir ára
og nálaraugað orðið
að hliði vítis.
—eldur á himni
öskrandi þögnin
glymur í næturkyrrðinni.
Ég stend við varðeldinn
og horfi
á hendi Guðs
tendra eld í miðju
hinnar miklu borgar.
Titrandi stjarfur
stend ég og horfi
á borgarmúrana brenna
sem staðið hafa
í þúsundir ára
og nálaraugað orðið
að hliði vítis.