Örmagna
Heyrðir þú vindinn hvísla
um allt sem ekki var orðið
um storminn sem myndi geysa
aðeins á milli okkar tveggja
Heyrðir þú þegar rigningin
grét í óstöðvandi ekka
eftir að óveðrið lægði
aðeins á milli okkar tveggja
Örmagna ég leita á náðir nætur
svikin og sár fellt hef hvert einasta tár
Myrkrið hylur og vermir meðan haustnóttin grætur
á koddann legg mitt höfuð og regnvota hár
Morgunbirtan huggar og vermir
breyðir yfir dynmjúka sæng
Höfgin líður hjá og ég opna augun
sé lítinn engil sem flýgur hljóðlega burt
Heyrðir þú allt sem við ortum
sem olli því að eitthvað brast
og klauf í stormi dal okkar tveggja
stórfljót skilur okkur nú að
um allt sem ekki var orðið
um storminn sem myndi geysa
aðeins á milli okkar tveggja
Heyrðir þú þegar rigningin
grét í óstöðvandi ekka
eftir að óveðrið lægði
aðeins á milli okkar tveggja
Örmagna ég leita á náðir nætur
svikin og sár fellt hef hvert einasta tár
Myrkrið hylur og vermir meðan haustnóttin grætur
á koddann legg mitt höfuð og regnvota hár
Morgunbirtan huggar og vermir
breyðir yfir dynmjúka sæng
Höfgin líður hjá og ég opna augun
sé lítinn engil sem flýgur hljóðlega burt
Heyrðir þú allt sem við ortum
sem olli því að eitthvað brast
og klauf í stormi dal okkar tveggja
stórfljót skilur okkur nú að