Indland '94
Í Ahmedabad

Skutlur fjórar strætó í,
syngja og hafa gaman.
Með bunka af burum aftan í,
bungandi út að framan.

Goa

Fjórar píkur polli í,
puðast við að synda.
Sebi drottins dalli í,
dýrkar þær að mynda. (MÞ,ME,MB,SM)

Rúnir las og rímur kvað,
rumur á hvítri strönd.
Sæinn svarta fyrir bað,
sálum okkar og önd.

Hlær af öllu hjarta,
við himin blá sæ.
Margrét með brosið bjarta,
bátum að landi rær.

Kaloríur fjúka fljótt,
fleyi við að ýta.(ME)
Sennilega allar sjótt,
á sig munu skíta. (MÞ)

Madras

Bitin á báðum fótum er,
bólgin, skorin, marin.
Sprey og smyrsli á mig ber,
samt ekki nógu vel varin.  
Margrét Þóra Einarsdóttir
1971 - ...


Ljóð eftir Margrét Þóra Einarsdóttir

Frón
Tína 2002
Dagný Lóa
Foreldrafár
Vísnaskak
Galapagos 2000
Kona dagsins
Tvindlivet ´94
Indland '94
Beinakerlingavísa
Afa grobb
Í Masternámi
ADD
yng & yang
hugskot
Genin
Tína 2000