Blessun húss
Blessaðu drottinn þetta hús,
alla daga og nætur
Blessaðu stoðir þess, traustar og heilar
Blessaðu þak þess og háf,
innviði alla og hússins sál
svo gleði vefji í kærleik þá
er innum dyr þess gangi.

Blessaðu ljóra þess
og inn þitt ljós leiði
Blessaðu hjörtun í lífi þess,
og heitum bænum til þín beiði.
Biðjum íbúa alla í lyndi að lifa
og verk sín þínum anda bera,
svo við dveljum hvern dag með þér.

Undir áhrifum af \" Bless this house\"
Höf: May H. Brahe (1885-1956)


 
Sigurbjörn Svavarsson
1949 - ...


Ljóð eftir Sigurbjörn Svavarsson

Barnið (Að horfa á börnin lítil.)
Dögun.
Lífsdans.
Hugurinn
Móðir jörð.
SÁL
Stjörnur og menn.
Stundin.
TÍÐIR
Systur
Strá
Framundan
Bak við sól og sunnan mána.
Sköpun
Ungur
Maður sem dó. (Í minningu Kristjáns)
G(r)áta
Hundurinn Bjartur.
Framtíðarland?
Leiðin okkar.
Blessun húss
Máninn
Sumarið