

Blessaðu drottinn þetta hús,
alla daga og nætur
Blessaðu stoðir þess, traustar og heilar
Blessaðu þak þess og háf,
innviði alla og hússins sál
svo gleði vefji í kærleik þá
er innum dyr þess gangi.
Blessaðu ljóra þess
og inn þitt ljós leiði
Blessaðu hjörtun í lífi þess,
og heitum bænum til þín beiði.
Biðjum íbúa alla í lyndi að lifa
og verk sín þínum anda bera,
svo við dveljum hvern dag með þér.
Undir áhrifum af \" Bless this house\"
Höf: May H. Brahe (1885-1956)
alla daga og nætur
Blessaðu stoðir þess, traustar og heilar
Blessaðu þak þess og háf,
innviði alla og hússins sál
svo gleði vefji í kærleik þá
er innum dyr þess gangi.
Blessaðu ljóra þess
og inn þitt ljós leiði
Blessaðu hjörtun í lífi þess,
og heitum bænum til þín beiði.
Biðjum íbúa alla í lyndi að lifa
og verk sín þínum anda bera,
svo við dveljum hvern dag með þér.
Undir áhrifum af \" Bless this house\"
Höf: May H. Brahe (1885-1956)