Lífið
Lífið snýr baki við manni.
Girðir niður um sig og segir ,,eat this!”
Síðan hleypur það hlæjandi í burtu.
Ég hleyp á eftir
en sama hve hratt ég fer
ég fer aldrei nógu hratt.
Ég hægi á mér
sé að ég er á hraðri leið til helvítis.
Ég hysja upp um mig,
ákveð að fá mér hamborgara.
Þetta er nú einu sinni mitt líf.
 
Signý Ósk Sigurjónsdóttir
1988 - ...


Ljóð eftir Signýju Ósk Sigurjónsdóttur

Hazar
Endalokin
Lífið
Ástin
Þeir sem ekki eru til
Bölsvandinn
Martröð
Mamma
Minningar um himnaríki
Tilfinningar
Byrjunin
Fölsun
Birting