Ástin
Ég elska þig, elska þig allan.
Elska hvernig þú snertir
með tilfinningum
sem þú veist ekki af.
Elska þig hálfan
elska þig heilan.
En það veit það enginn,
nema tárin
sem fylgja heitri þránni
og falla hljóð á koddann minn á kvöldin.
 
Signý Ósk Sigurjónsdóttir
1988 - ...


Ljóð eftir Signýju Ósk Sigurjónsdóttur

Hazar
Endalokin
Lífið
Ástin
Þeir sem ekki eru til
Bölsvandinn
Martröð
Mamma
Minningar um himnaríki
Tilfinningar
Byrjunin
Fölsun
Birting