Birting
Biturðin læðist
og heldur þér niðri.
Gerir þér ókleift
að njóta.
Njóta þín,
njóta hamingju
annarra.

Síðan koma sólargeislar
sópa biturðinni
út í kuldann.
Tilfinningar ástarinnar
halda líkama þínum
í fjötrum sínum.
Þér finnst þú...
...lifandi á ný.

En kuldinn
getur ekki haldið,
haldið henni í burtu.
Henni sem eitrar
og seytlar
um æðar okkar.
 
Signý Ósk Sigurjónsdóttir
1988 - ...


Ljóð eftir Signýju Ósk Sigurjónsdóttur

Hazar
Endalokin
Lífið
Ástin
Þeir sem ekki eru til
Bölsvandinn
Martröð
Mamma
Minningar um himnaríki
Tilfinningar
Byrjunin
Fölsun
Birting