Byrjunin
Litlar tær, hor niður á bringu
og risastór blá augu.
Manni finnst þau
bræða allt frostið
sem safnast hefur
Í glufum sálarinnar.
Litlir puttar
sem læðast um háls manns
og passa mann
fyrir grimmd veruleikans.
Í þessum bláu augum
þar finnur maður huggunina.

 
Signý Ósk Sigurjónsdóttir
1988 - ...


Ljóð eftir Signýju Ósk Sigurjónsdóttur

Hazar
Endalokin
Lífið
Ástin
Þeir sem ekki eru til
Bölsvandinn
Martröð
Mamma
Minningar um himnaríki
Tilfinningar
Byrjunin
Fölsun
Birting