Mamma
Stoð mín og stytta,
Sterk, eins og klettur
í miðjum ólgusjónum.
Hún er undirstaða lífs míns,
henni á ég allt að þakka.

Í myrkrinu stend ég
fálma, leita og finn hlýja hendi,
það er mamma.

Í ólgusjó lífsins
standa klettar,
veðurbarnir,
sterkir en finna til.
Á degi hverjum
brotnar úr klettunum
í svart ólgandi hafið.
 
Signý Ósk Sigurjónsdóttir
1988 - ...


Ljóð eftir Signýju Ósk Sigurjónsdóttur

Hazar
Endalokin
Lífið
Ástin
Þeir sem ekki eru til
Bölsvandinn
Martröð
Mamma
Minningar um himnaríki
Tilfinningar
Byrjunin
Fölsun
Birting