Númer ekki lengur í notkun, reynið síðar.
Það eru símar í þessum heimi
sem að ekki á að svara í
hringir maður þó stundum í leyni
bara til að tékka á því.

Þegar maður hringir og vonar.
og tóninn undir suðinu marar,
líka brak og brestir hvers konar
þangað til einn daginn einhver svarar.

Þegar sú stund upp rennur,
því að hún mun að lokum koma,
og í spor fortíðar fennur,
mun viðtalandi sækja þig í líki voma.

Þegar þú ert farinn yfir
og settur í herbergi undir hörðum hnefa
þá munu vera þar margir liðir
sem ekki má gera í þessum símaklefa.

Megi það vera varnaðarorð
því mörg þessa byrði við þurfum að bera
hringdu vitlaust, og framið er morð
Vominn mun ekki láta þig vera.  
Sigurður
1988 - ...


Ljóð eftir Sigurð

Blómið sem óx
Afrek guðanna
...Friður...
Ótitlað
Ótitlað 2
Tilfinngum og heimsku lýst í nokkrum vel völdum orðum.
misskilningur
ótitlað númer eitthvað.
Tilgangurinn?
Ung og ódrepandi.
Númer ekki lengur í notkun, reynið síðar.
Þrá.
Ólíklegar aðstæður við enda heims númer 4
Með jólakveðju.
Ást - Heróín
Sigur eins manns.
Ek vil út (úr siðmenningunni)
Öskur í hljóði.