

Feita barnið
er miklu feitara
í eigin augum
en allra annarra
Feita barnið
fær að heyra
um líkamsástand sitt
á hverjum degi
Feita barnið
veit ekki
að börn eru grimm
og vita ekki betur
Feita barnið
fer í megrun
og segir stíð á hendur
sálrænum vandamálum
Feita barnið
verður fullorðið
og sér öll hin börnin
orðin fullorðin og feit
er miklu feitara
í eigin augum
en allra annarra
Feita barnið
fær að heyra
um líkamsástand sitt
á hverjum degi
Feita barnið
veit ekki
að börn eru grimm
og vita ekki betur
Feita barnið
fer í megrun
og segir stíð á hendur
sálrænum vandamálum
Feita barnið
verður fullorðið
og sér öll hin börnin
orðin fullorðin og feit