Útiklefinn í Árbæjarlaug
Tvær stelpur
að róla hvor annarri
í einhverri járngrind

Önnur segir
kannski að Guð sé að hlæja
að okkur núna

Nei segir hin

Jú hann er svona stór
segir sú fyrri
og gerir stóran hring
með annarri hendinni
 
Herdís Pála
1971 - ...
Mér finnst oft svo gaman að heyra börn tala saman og er það mér oft mikil uppspretta hugmynda og vangaveltna um lífið og tilveruna


Ljóð eftir Herdísi Pálu

Ástarjátning
Apache
Ég ætla að hlæja
Gönguferð með Jökli að vori 2003
Tattóveraðir englar
Í 1. bekk
Útiklefinn í Árbæjarlaug
Tjáning tilfinninga
Endaleysa
Sorglegt
Lög um ástina
Orri
Sylvía Rós, ferming í maí 2002