Ástarjátning
Þar sem eldarnir kvikna
og brenna
þar sem vötnin flæða
og renna
þar sem vindurinn blæs
og hvín
þar er ást mín
til þín

Ást mín til þín
er alls staðar
 
Herdís Pála
1971 - ...
Þetta ljóð birtist í ljóðabókinni YLLY árið 1991 en svo gaf ég Nonna, manninum mínum sem ég elska yfirmáta og ofurheitt, þetta ljóð á fyrstu jólunum okkar. Hann var voða hrifinn af því þangað til hann vissi að það hefði áður birst á prenti!!!!


Ljóð eftir Herdísi Pálu

Ástarjátning
Apache
Ég ætla að hlæja
Gönguferð með Jökli að vori 2003
Tattóveraðir englar
Í 1. bekk
Útiklefinn í Árbæjarlaug
Tjáning tilfinninga
Endaleysa
Sorglegt
Lög um ástina
Orri
Sylvía Rós, ferming í maí 2002