Tattóveraðir englar
Jóhannes er að verða fimm
Hann keypti sér tattoo í dag
Vatnsleysanlegt
Hann veit að það er líka til
tattoo sem er fast
Fer aldrei af
Ekki heldur þegar maður deyr
Nú spáir hann í hvort til séu
tattóveraðir englar
 
Herdís Pála
1971 - ...
Sett á blað sumarið 1997, eftir samræður við Jóhannes Geir, son minn


Ljóð eftir Herdísi Pálu

Ástarjátning
Apache
Ég ætla að hlæja
Gönguferð með Jökli að vori 2003
Tattóveraðir englar
Í 1. bekk
Útiklefinn í Árbæjarlaug
Tjáning tilfinninga
Endaleysa
Sorglegt
Lög um ástina
Orri
Sylvía Rós, ferming í maí 2002