Tjáning tilfinninga
Ég sit ein
í hálfrökkvuðu, lokuðu herberginu
Ég mála
mála rautt og gult
og blátt og svart
og tjái tilfinningar mínar
á blaðinu
Listaverkið getur þú svo keypt
keypt tilfinningar mínar á blaði
 
Herdís Pála
1971 - ...


Ljóð eftir Herdísi Pálu

Ástarjátning
Apache
Ég ætla að hlæja
Gönguferð með Jökli að vori 2003
Tattóveraðir englar
Í 1. bekk
Útiklefinn í Árbæjarlaug
Tjáning tilfinninga
Endaleysa
Sorglegt
Lög um ástina
Orri
Sylvía Rós, ferming í maí 2002