Orri
Mig dreymdi þig í nótt
Mig dreymdi að þú kæmir
og talaðir við mig
Lengi
Og þegar þú varst að fara
spurðir þú
Viltu koma með
Já sagði ég
og við fórum saman
En þegar ég vaknaði
með bros á vör
vissi ég að þú værir ennþá
bara strákurinn
hinum megin við vegginn
 
Herdís Pála
1971 - ...


Ljóð eftir Herdísi Pálu

Ástarjátning
Apache
Ég ætla að hlæja
Gönguferð með Jökli að vori 2003
Tattóveraðir englar
Í 1. bekk
Útiklefinn í Árbæjarlaug
Tjáning tilfinninga
Endaleysa
Sorglegt
Lög um ástina
Orri
Sylvía Rós, ferming í maí 2002