Sylvía Rós, ferming í maí 2002
Ég velti fyrir mér
hvernig líf þitt
á eftir að verða

Muntu ferðast
út um allan heim
eins og Sen konan

Muntu enda á Ítalíu
með mann sem elskar þig
og kyssir alla þína
leyndustu staði
um leið og þið hallið ykkur
upp að skakka turninum

Muntu enda í Lapplandi
með mann sem elskar þig
og heldur á þér hita
um leið og þið kúrið saman
í finnskum kulda

Muntu enda í Ólafsfirði
með mann sem elskar þig
af því að þú ólst honum
börnin fimm og fín
og af því að þú ert þú


 
Herdís Pála
1971 - ...


Ljóð eftir Herdísi Pálu

Ástarjátning
Apache
Ég ætla að hlæja
Gönguferð með Jökli að vori 2003
Tattóveraðir englar
Í 1. bekk
Útiklefinn í Árbæjarlaug
Tjáning tilfinninga
Endaleysa
Sorglegt
Lög um ástina
Orri
Sylvía Rós, ferming í maí 2002