

Ég hef staðið við glerið og horft
á tilveru speglast hinumegin gljáans
hreyfing fylgir minni í afleiddu ferli
með tíma og hægð get ég andað og horft í augu spegilsins
og inn í sjálfa mig
og í sekúndubrot hætti ég að anda
ég hreyfi mig ekki
því þá líður það hjá
og splundrast í holdinu
á tilveru speglast hinumegin gljáans
hreyfing fylgir minni í afleiddu ferli
með tíma og hægð get ég andað og horft í augu spegilsins
og inn í sjálfa mig
og í sekúndubrot hætti ég að anda
ég hreyfi mig ekki
því þá líður það hjá
og splundrast í holdinu