Minning
Snjókoman,
þetta veður,
minnir alltaf
á fyrstu ferðina,
byrjunina, upphafið.

Þetta var
samt varla byrjun,
þetta endaði
of snemma til þess
að vera byrjun.

Hlýjan í
litla, kalda húsinu
vakti upp
áður óþekktar tilfinningar.

Heitt súkkulaði
og rannsóknir
í rökkrinu,
uppgötvanir
og feimnislegir kossar.

Lítið hús,
umlukt þéttu myrkri
og hríðarbyl,
sem innihélt
tvær fíngerðar sálir
sem vissu varla
í hvorn fótinn
átti að stíga.

Hríðin minnir
á faldar tilfinningar
sem reyna
og reyna
og reyna
alltaf þegar snjóar.  
K-Lo
1989 - ...


Ljóð eftir K-Lo

Til þín
dökkir veggir
Innlit
uppkast
...sama helvítis þvælan og venjulega.
nostalgía til framtíðar?
Til þín frá mér
Minning
Hugarástand
Sitt sýnist hverjum
Togstreyta
klisjukennt skáld á ljóð.is
Ég (í hnotskurn)
Stundum
Fyrir luktum dyrum
Í alla nótt
sunnudagsmorgunn