Pétur og Inga
Þið kveiktuð ljós á lýðsins braut
þó liðu bæði sára þraut,
þið vöktuð mörgum von og trú
sem veikur lá við heljar brú.
Því verður æ, mín bænin blíð
að blessun Drottins alla tíð
ykkur þúsund fylgi föld
og friðsælt gefi ævikvöld.

”Í bljúgri bæn„ ég krýp á kné,
við krossins ykkar þunga tré,
og bið að loks sé linuð þraut
á langri þyrnum stráðri braut,
ég bið að nú sé gatan greið
að gæfan fylgi ykkar leið,
ég bið að skærast skíni sól
skaparans á Laufáss ból.

1996
© allur réttur áskilinn höfundi
 
Jón Heiðar
1946 - ...


Ljóð eftir Jón Heiðar

Mynd frá Chad
Fuglinn í búrinu
Júlínótt við Skjálfanda
Söknuður
Fylgd
Pétur og Inga
Nóttin sú
Kona
Júlímorgun
Vonbrigði
Án titils
Án titils
Án titils
Veistu það kona
Mynd í fjörunni
Meðan þögnin hvíslar
Farinn
Í orðastað
Hin grimma bardagakona
Lítil, segir ömmu sögu.
Æskuminning
Kiddi langi
Vinur minn sjötugur
Að kvöldi dags
Lítið bréf að lokum
Það rökkvar
Til ömmu minnar
Leiðigjarna sunnan sónatan....
Svanhildur
Annalok í vorskólanum
Hreinkýrin unga