Að kvöldi dags
Að kvöldi dags er ótalmargs að minnast,
og margt er það sem betur hefði klárast
fyrr en varð af öllu öðru sárast
-þá ástinni minni náði ég að kynnast.
Við höfum alltaf sína hvora götu gengið
í glaumnum aldrei náð að vera saman
fyrr en allt var úti og ekkert gaman
og enga lækning gátum þar á fengið.

Þegar öllu mínu loksins lýkur
og lokið endanlega sett á dallinn,
þá man enginn lengur ljóta kallinn
svo lygilega hratt í sporin fýkur.

© allur réttur áskilinn höfundi  
Jón Heiðar
1946 - ...


Ljóð eftir Jón Heiðar

Mynd frá Chad
Fuglinn í búrinu
Júlínótt við Skjálfanda
Söknuður
Fylgd
Pétur og Inga
Nóttin sú
Kona
Júlímorgun
Vonbrigði
Án titils
Án titils
Án titils
Veistu það kona
Mynd í fjörunni
Meðan þögnin hvíslar
Farinn
Í orðastað
Hin grimma bardagakona
Lítil, segir ömmu sögu.
Æskuminning
Kiddi langi
Vinur minn sjötugur
Að kvöldi dags
Lítið bréf að lokum
Það rökkvar
Til ömmu minnar
Leiðigjarna sunnan sónatan....
Svanhildur
Annalok í vorskólanum
Hreinkýrin unga