Án titils
Fyrir löngu á æskunnar unaðsríku dögum
engar voru sorgirnar en gleði um alla jörð.
Þá léku tvö í skóginum í ærslafullu yndi
og ekkert hugðu að myndi vinna gleði þeirra mein.
En haustið kom í skóginn og skuggi þess var kaldur
og skyggði dauðans fölva á hverja skógargrein.

Í skóginum hann reikar svo ráðvilltur og dapur
rændur því sem lífi hans var yndi og æðsta hnoss,
hann leitar þess svo ákaft sem útséð er að finni
og aldrei framar kemur í skóginn þeirra vor.
Því haustsins svarta myrkur kvað upp dauðadóminn
og dauðakvein hans nístir í hverri kletta skor.

En hún, sem hafði vafið lífið björtum ljóma
leikur enn á hörpu sinnar ómþýðu strengi,
lengi, lengi.2006/2007
© allur réttur áskilinn höfundi

 
Jón Heiðar
1946 - ...


Ljóð eftir Jón Heiðar

Mynd frá Chad
Fuglinn í búrinu
Júlínótt við Skjálfanda
Söknuður
Fylgd
Pétur og Inga
Nóttin sú
Kona
Júlímorgun
Vonbrigði
Án titils
Án titils
Án titils
Veistu það kona
Mynd í fjörunni
Meðan þögnin hvíslar
Farinn
Í orðastað
Hin grimma bardagakona
Lítil, segir ömmu sögu.
Æskuminning
Kiddi langi
Vinur minn sjötugur
Að kvöldi dags
Lítið bréf að lokum
Það rökkvar
Til ömmu minnar
Leiðigjarna sunnan sónatan....
Svanhildur
Annalok í vorskólanum
Hreinkýrin unga