Vinur minn sjötugur
Forðum er knörr þinn ölduna klauf
á keipunum sauð eins og hver,
því lognmollu sjó að sigla
síst þótti henta þér,
og hvert sinn þá hafaldan háa,
með heljarafli á skall
þér logaði eldur í auga,
ólgan í blóðinu svall.
Og hvernig sem veltist og virtist,
hvort veröldin grét eða hló,
þú stefnu hélst ótrauður áfram
úrsvalan, lífsins sjó.
-------------
- Nú þegar lagst er að landi
og litið um öxl í ró,
má spyrja: Hvort gaf þessi glíma,
gull og ilmandi skóg -?

1993
© allur réttur áskilinn höfundi
 
Jón Heiðar
1946 - ...


Ljóð eftir Jón Heiðar

Mynd frá Chad
Fuglinn í búrinu
Júlínótt við Skjálfanda
Söknuður
Fylgd
Pétur og Inga
Nóttin sú
Kona
Júlímorgun
Vonbrigði
Án titils
Án titils
Án titils
Veistu það kona
Mynd í fjörunni
Meðan þögnin hvíslar
Farinn
Í orðastað
Hin grimma bardagakona
Lítil, segir ömmu sögu.
Æskuminning
Kiddi langi
Vinur minn sjötugur
Að kvöldi dags
Lítið bréf að lokum
Það rökkvar
Til ömmu minnar
Leiðigjarna sunnan sónatan....
Svanhildur
Annalok í vorskólanum
Hreinkýrin unga